banner_1.jpg
 
IM 25 Laugardagur Úrslit Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 13. nóvember 2010 20:03

Flottur árangur á náðist á mótinu í dag.

search avant garde;">Eitt Íslandsmet (einnig Stúlknamet), rx 5 Íslandsmeistaratitlar -  3 Silfur og  3 Brons

Íslandsmeistarar:
Eygló Ósk setti Íslandsmet og Stúlknamet í 100 m baksundi kvenna er hún synti á tímanum 1:02.18 og bætti þar með 5 ára gamalt met Önju Ríkeyjar Jakobsdóttur.  Tími Eyglóar er jafnframt undir lágmarki á EM-25 í desember.   Eygló  Ósk sigraði einnig 200m skriðsund. Anton Sveinn varð líka tvöfaldur  Íslandsmeistari  er hann sigraði 400m fjórsund og 200m skriðsund. Jakob Jóhann sigraði svo 100m bringusund örugglega á fínum tíma 1:01.10.

Dagurinn hófst á 400m fjórsundi þar sem Steinunn María og Maríanna bættu sína tíma síðan í morgun.  Anton Sveinn sigraði svo 400m fjórsund nokkuð örugglega og Sveinbjörn Pálmi Karlson tryggði sér þriðja sætið með glæsilegri bætingu 4:48,31.  Ægir Benediksson bætti sig einnig og hafnaði í 8.sæti á tímanum 5:04,10.

Í 100m baksundi setti Eygló Ósk nýtt glæsilegt Íslandsmet sem er líka Stúlknamet.

Í 100m Bringusundi varð Karen Sif í öðru sæti á flottum tíma 1:12,37, Steinunn María í 4.sæti og Íris Emma með flotta bætingu í 5.sæti.  Jakob Jóhann sigraði svo 100m bringu örugglega 1:01,10.

Í 50m flugsundi synti Styrmir Már á sama tíma og í morgun 26.9 og hafnaði í 7.sæti.

Þá var það 200m skriðsund þar sem þrefaldur Ægis-sigur náðist í kvenna flokki.  Eygló Ósk varð í fyrst á 2:03.59, Jóhanna Gerða önnur á 2:04,88 og Karen Sif þriðja á 2:07,03.  Jóna Björk varð svo áttunda 2:15,82.
Í karlaflokki sigraði Anton Sveinn örugglega á 1:53,30 og Sigurður Örn varð fjórði 1:57,98 sekúndu broti frá þriðja sætinu og Birkir Snær fimmti á 2:01.02.

Að lokum náðu við svo silfur á brons í boðsundum.  Stelpurnar (Eygló Ósk, Karen Sif, Jóhanna Gerða og Steinunn María) voru í öðru sæti og Strákarnir (Sigurður Örn, Jakob Jóhann, Styrmir Már og Anton Sveinn) í því þriðja.

Nú er bara lokaspretturinn eftir og Ægiringar eru ekki vanir að slaka á í lokasprettinum...

>>> Úrslit frá IM-25 2010

 
 

WorldClass