banner_12.jpg
 
Herbergi: Emeraude 26 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 08. júní 2010 20:46

Við vöknuðum klukkan 6 til þess að fara í morgunmat. Eftir það fórum við á æfingu og þar skemmtum við okkur konunglega! Þar á eftir fórum við í íbúðina til að chilla og horfa á franskt sjónvarpsefni sem við skiljum ekki orð af, sovaldi en það er betra en ekkert.

Svo fórum við í hádegismat og þar var á boðstólnum mjög einkennilegar kjötbollur sem við borðuðum með bestu lyst. Seinni æfingin var fín. Eftir að henni lauk fórum við að versla í Hyper Casíno og þar keyptum við okkur margt gott að borða.

Kvöldmaturinn var ágætur en eftirrétturinn æðislegur enda voru það Berlínarbollur. Eftir það fórum við aftur í íbúðina og hlustuðum þar á Ipod. Allt í allt finnst okkur þetta hafa verið príðisdagur Cool

Þengill og Marinó

p.s. Hæ mömmur og pabbar

 
 

WorldClass