Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Miðvikudagur, 19. janúar 2022 18:52 |
Nú er hafið nýtt sundár hjá Sundfélaginu Ægi. Starfsemin verður hefðbundin á þessu misseri þrátt fyrir nokkra óvissu vegna COVID faraldursins. Hér verður stiklað á stóru:
- Ekki er gert ráð fyrir að COVID hafi áhrif á æfingar en nokkur röskun verður á mótahaldi.
- Reykjavíkurmeistaramóti hefur verið frestað til loka apríl.
- SSÍ hefur gefið út að RIG verði haldið þrátt fyrir algera óvissu um hvernig verður staðið að mótinu með núverandi sóttvarnartakmörkunum.
- Uppskeruhátið Ægis sem venja er að halda í upphafi árs, verður frestað. Stefnt er að því að halda hátiðina við fyrsta tæki og vonandi fyrir lok febrúar. Stjórnin mun leitast við að halda hátíðina með sundmönnum og jafnvel aðstandendum eins og áður var gert.
- Stefnt er að því að fara í æfingaferð í lok sumars. Meiri upplýsingar verða gefnar við fyrsta tækifæri.
Að lokum hvetjum við sundmenn, foreldra og aðstandendur til að ljúka skráningu á vorönn sem fyrst.
Stjórnin.
|