banner_14.jpg
 
Nýtt sundár að hefjast Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 02. ágúst 2020 19:44

Nú er nýtt sundár að hefjast hjá Ægi eftir stutt sumarfrí. Fyrirvari er gerður um opnun sundlauga vegna COVID-19 faraldursins. Því er vert að fylgjast vel með samskiptum á facebook hópum og hér á Ægissíðunni.

Upplýsingar:

Hóparnir hefja æfingar sem hér segir:

  • Gull- og Silfur hópar hefja æfingar þann 6. ágúst skv. nánara skipulagi yfirþjálfara, Guðmundar Sveins Hafþórssonar.
  • Bronshópur hefur æfingar 13. ágúst í Laugardalslaug skv. æfingaáætlun. Þjálfari er Styrmir Ómarsson.
  • Höfrungar og Laxar hefja æfingar 1. september í Breiðholtslaug og Laugardalslaug.
  • Bleikjuhópar hefja æfingar 2. september í innilaug Breiðholtslaugar. Þjálfari er Símon Geir Þorsteinsson.
  • Gullfiskanámskeið hefjast 8. september og eru í 12 vikur. Leiðbeinendur eru Símon Geir Þorsteinsson og Hjördís Freyja Kjartansdóttir.

Upplýsingar um æfingahópa og skráningar gefur Guðmundur Sveinn Hafþórsson á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .  

Gjaldskráin er óbreytt frá síðasta ári en 500 kr. gjald bætist við hvort misseri til að standa straum af notkun snjallforritsins SportAbler sem notað er til samskipta á milli sundmanna, aðstandenda og þjálfara. Forritinu má hala niður í Apple og Samsung síma.

Vinsamlegast skráið sundmenn sem fyrst :)

Stjórn og þjálfarar.

 
 

WorldClass