banner_2.jpg
 
Uppskeruhátið Ægis 8. febrúar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 30. janúar 2020 21:12

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2019 verður haldin laugardaginn 8. febrúar í Laugalækjarskóla.

Hátíðin hefst kl. 12:00 og henni líkur um kl. 14:00. Hátíðin er fyrir sundmenn félagsins og aðstandendur þeirra, allt frá Bleikjum og upp í Gullhóp.


Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

1. Farið yfir helstu atburði ársins 2019.
2. Aldursflokkaviðurkenningar veittar sundmönnum fyrir árið 2019.
3. Viðurkenningar veittar til sundmanna frá þjálfurum.
4. Guðrúnarbikararinn afhentur skv. reglugerð.
5. Ægisskjöldurinn afhentur skv. reglugerð.

Til að hljóta viðurkenningu þarf sundmaður að vera skráður í Sundfélagið Ægi í lok árs 2019.

Að venju óskum við eftir stuðningi frá foreldrum til að koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð. Ægir leggur til kaffi og aðra drykki. Við vonumst til að sjá sem flesta sundmenn og velunnara Ægis á hátíðinni.

Stjórnin.

 
 

WorldClass