find us on facebook

HnappurBLUE2

hb

banner_7.jpg
 
RIG 2020 sundmóti lokið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 26. janúar 2020 22:06

Kæru þátttakendur og starfsfólk á RIG 2020 sundmóti. Sundfélagið Ægir þakkar þátttökuna og stuðninginn á mótinu sem lauk fyrr í dag. RIG sundmótið var nú haldið í 15. sinn en mótið á rætur að rekja til þess Sundfélagið Ægir hélt sitt fyrst alþjóðlega mót árið 2005 við opnun innilaugarinnar í Laugardal. Í dag er mótið samstarfsverkefni Sundfélagsins Ægis og Sundsamband Íslands sem stýrir verkefninu fyrir hönd Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Alls kepptu 315 sundmenn á mótinu í ár og þar af kom þriðjungurinn erlendis frá. Mótið var afar sterkt og nokkrir af sterkustu sundmönnum Norðurlandanna kepptu á mótinu. Það er afar mikilvægt fyrir sundfólkið okkar að geta boðið upp á sterkt alþjóðlegt sundmót á Íslandi og vonandi höldum við áfram á þeirri vegferð að gera RIG að enn betri viðburði í framtíðinni.

Takk fyrir stuðninginn!

Stjórn Sundfélagsins Ægis.

 
 

Á döfinni:

WorldClass

 

  SW