banner_15.jpg
 
Ægir með ungt lið á Reykjavíkurmeistaramóti Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 14. janúar 2019 08:49

Sundfélagið Ægir var með ungt lið á Reykjavíkurmeistaramótinu í sundi sem fram fór um helgina. Mótið skilaði Ægiringum 7 Reykjavíkurmeistaratitlum og 21 verðlaunum í 2-3 sætI. Ægir var ekki með keppendur í karla- og kvennaflokki. Frábær árangur hjá ungu liði Ægis, sem endaði í 4. sæti stigakeppninnar og gaman að sjá hve margir ungir og efnilegir sundmenn eru að koma upp í gegnum félagið.

Ægir var framkvæmdaraðili mótsins og við þökkum foreldrum, dómurum og tæknifólki sem tóku þátt í þessu með okkur kærlega fyrir aðstoðina á mótinu. Þá þökkum við ÍBR fyrir stuðninginn.

Stjórnin.

 
 

WorldClass