banner_14.jpg
 
C-mót laugardaginn 3. nóvember. Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 01. nóvember 2018 08:30

Laugardaginn 3. nóvember heldur Ægir C-mót fyrir sundfélög í Reykjavík. Mótið verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur og hefst kl. 9:00. C-mót eru byrjendamót sem Sundráð Reykjavíkur (SRR) stendur fyrir og Reykjavíkurfélögin í sundi skiptast á að halda. Á mótinu fá yngstu sundmennirnir okkar tækifæri til að reyna sig á sundmóti með því að kynnast fyrirkomulagi í starti og fá sína fyrstu skráðu tíma. Tímataka verður handvirk með klukkum og/eða símum og verða foreldrar fengnir til að taka tíma og skrá. Þjálfarar hvers sundfélags sjá um skráningar á mótið og að vera í sambandi við foreldra sinna sundmanna.

Boðsbréf á mótið má finna hér.

 
 

Heimasiða Aquasport

Heimasíða TYR