banner_3.jpg
 
Nýr formaður Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 03. október 2018 22:31

Lilja Ósk Björnsdóttir baðst fyrr í vikunni lausnar frá formennsku í Sundfélaginu Ægi af persónulegum ástæðum. Hún var að hefja sitt 3ja ár sem formaður. Við þökkum Lilju fyrir frábært starf en á þessum tíma leiddi hún félagið í gegnum 90 ára afmælishátíð og eitt glæsilegasta Aldursflokkameistaramót sem hingað til hefur verið haldið, svo eitthvað sé nefnt.

Stjórn Sundfélagsins Ægis ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að Ásgeir Ásgeirsson tæki við formennsku í félaginu fram að næsta aðalfundi. Ásgeir hefur setið í stjórn félagsins síðan 2013.

Stjórnin.

 
 


WorldClass