find us on facebook

HnappurBLUE2

hb

banner_2.jpg
 
Haustfundur Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 19. september 2018 22:28

Sundfélagið Ægir verður með haustfund mánudaginn 24. september kl. 19:00 á efri hæð Laugardalslaugar. Fundurinn er fyrir foreldra og aðstandendur allra sundmanna í félaginu og er tilgangur hans að kynna starfsemi vetrarins, þjálfara félagsins og áherslur í sundþjálfun allra hópa.

Dagskráin verður eftirfarandi:

1. Stjórn býður gesti velkomna
2. Kynning á starfsemi félagsins
3. Áherslur í þjálfun, markmiðssetning og helstu liðir á atburðardagatali
4. Foreldrastarf og nefndir:

    - Foreldrafélag

    - Fatanefnd

    - Ferðanefnd

    - Fjáröflunarnefnd

    - Starf sunddómara

5. Kynning á fyrirhugaðri æfingaferð erlendis
6. Þjálfarar kynna sig og fara yfir markmið og verkefni sundhópa
7. Fyrirspurnir og umræður 

Gert er ráð fyrir að fundi ljúki um kl. 20:00. Við vonum að sem flestir hafi tök á að koma og kynnast starfi vetrarins.

Stjórnin.

 
 

WorldClass

 

  SW