banner_7.jpg
 
Frábær árangur Ægis á ÍM50 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 23. apríl 2018 13:04

Sundfélagið Ægir náði frábærum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 50M laug um helgina. Alls unnust 8 Íslandsmeistaratitlar og fjölmörg sæti.

IM50

Mynd: ÍM50 hópur Ægis ásamt þjálfurum

Inga Elín Cryer vann Íslandsmeistaratitil í 100m flugsundi, 200m flugsundi og 200m skriðsundi. Frábær árangur hjá Ingu Elínu.

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 200m flugsundi og önnur í 50m flugsundi.

Kristinn Þórarinsson varð Íslandsmeistari í 50m baksundi, 100m baksundi og 200m fjórsundi. Þá varð hann annar í 100m bringusundi. Kristinn var grátlega nálægt því að ná inn á EM í tveimur greinum.

Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson varð í 2. sæti í 200m flugsundi og í 3. sæti í 200m skriðsundi.

Þá varð Bjartur Þórhallsson í 3. sæti í 200m flugsundi.

Karlasveit Ægis varð Íslandsmeistari í 4x200m skriðsundi eftir frábæran endasprett og tvísýna keppni við sveit SH. Þá verð sveitin í 2. sæti í 4x100m skriðsundi. Sveitina skipuðu þeir Kristinn, Hólmsteinn, Bjartur og Kristján Gylfi.

Þá stóðu fyrrum Ægiringar sig vel á mótinu. Eygló Ósk hjá NEPTUN sigraði örugglega í 50m, 100m og 200m baksundi og náði EM lágmarki í 200m baksundinu. Anton Sveinn McKee, sem nú syndir fyrir SH sigraði í 50m og 100m bringusundi og náði lágmarki í síðara sundinu.

Stjórnin óskar sundmönnum og þjálfurum til hamingju með árangurinn.

 
 


WorldClass