banner_15.jpg
 
Frábær árangur Ægis á ÍM25 um síðustu helgi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 21. nóvember 2017 20:12

Kristinn Þórarinsson úr Ægi náði EM25 lágmarki þegar hann varð Íslandsmeistari í 100m fjórsundi á ÍM25 um síðustu helgi. Frábær árangur hjá Kristni sem kom til liðs við Ægi nú í sumar. Þá varð sveit Ægis skipuð þeim Kristni, Hólmsteini Skorra, Kristjáni Gylfa og Bjarti Íslandsmeistari í 4x200 metra skriðsundi og í öðru sæti í 4x100 metra fjórsundi. Þá varð Kristinn einnig Íslandsmeistari í 200 metra fjórsundi. Inga Elin Cryer varð Íslandsmeistari í 100m flugsundi og ljóst að hún hefur engu gleymt. Þá unnu þeir þeir Kristinn, Hólmsteinn, Kristján Gylfi og Bjartur til verðlauna í ýmsum greinum. Að lokum varð Eygló Ósk Gústafsdóttir sem nú keppir fyrir SK Neptun í Svíþjóð Íslandsmeistari í bæði 100m og 200m baksundi.

Til lukku Ægiringar með gott mót!

 
 

Á döfinni:

WorldClass