banner_6.jpg
 
Undirbúningur fyrir næsta sundár Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 08. júlí 2017 08:25

Kæru sundmenn í Ægi.

Nú er hafinn undirbúningur næsta sundárs.


Að venju verður félagið með sundhópa sína bæði í Breiðholtslaug og í Laugardalslaug. Í Breiðholtslaug verða Gullfiskar, Bleikjur, Laxar, Höfrungar og Bronshópar og í Laugardalslaug verða einnig Laxa-, Höfrungahópar ef næg þátttaka næst ásamt Silfur- og Gullhópum, Garpa- og Demantahópum.


Börn sem nú eru að ljúka námskeiðum í Sumarsundskólanum í Breiðholtslaug og börn sem vilja byrja að æfa sund munu eiga greiða leið inn í Gullfiska, Bleikju- eða Laxahópa Í Breiðholtslaug í haust eftir mat þjálfara.


Æfingar eldri hópa hefjast í ágúst en Gullfiskanámskeið hefjast að venju í byrjun september.


Opnað verður fyrir skráningar fljótlega í skráningarkerfi félagsins og verður það auglýst sérstaklega.


Við vonumst til að sjá ykkur öll aftur hress og kát í haust. 

Stjórn og þjálfarar.


 
 

Á döfinni:

WorldClass