banner_13.jpg
 
Bleikjusýning og Krónusund, 1. maí Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 25. apríl 2016 21:28

Þann 1. maí heldur Sundfélagið Ægir upp á 89 ára afmæli félagsins. Það er hefð fyrir því að þá sé haldin sundsýning yngstu hópa eða Bleikjuhhópa og svokallað Krónusund eldri hópa. Krónusund er fjáröflunarsund þar sem synt er í ákveðinn tíma og sundmaður safnar áheitum á hversu marga metra hann nær að synda á þessum tíma. Lágmarks áheit er 1 kr. á hvern syntan metra. Þannig fær sundmaður sem nær að synda 1000 metra á tilskildum tíma 1000 kr. frá hverjum þeim sem heitið hafa 1 kr. á hvern metra syntan metra, view 2000 kr. hjá þeim sem heitið hafa 2 kr. og svo framvegis. Hér er krækja á áheitablað sem sundmenn prenta út og nota til að safna áheitum en nauðsynlegt er að fá undirskrift á slíkt blað frá hverjum þeim sem heitir á viðkomandi sundmann.

Höfrungar og Laxar munu synda í 15 mínútur og Brons-, viagra 40mg Silfur- og Gull- hópar í 30 mínútur. Skila verður inn áheitum til þjálfara í síðasta lagi 29. apríl.

Bleikjusýningin hefst kl. 9:00 og Krónusundið hefst að sýningunni lokinni og verður þetta haldið í Laugardalslaug. Kaffiveitingar verða til sölu í umsjá Foreldrafélagsins.

Þjálfarar og Foreldrafélag Ægis.

 
 

WorldClass