banner_10.jpg
 
Stórkostlegur árangur Ægiringa á HM50 í Kazan Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 08. ágúst 2015 13:44

cheap helvetica, remedy sans-serif; font-size: 10pt;">Eygló Ósk Gústafsdóttir var rétt í þessu að synda úrslitasundið í 200 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. Eygló varð í 8. sæti á tímanum 2:09,53 en Íslands- og Norðurlandametið sem hún setti í undanúrslitasundinu í gær var 2:09,04. Stórkostlegur árangur hjá Eygló sem setti tvö Íslands- og Norðurlandamet í gær og Íslandsmet í 100 metra baksundi á mánudag. Eygló hafði fyrir mótið þegar tryggt sér farseðilinn til Rio á næsta ári.

Eygló ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur úr SH eru fyrstar íslenskra kvenna til að synda til úrslita á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug.

 

Þá náði Anton Sveinn McKee einnig frábærum árangri í Kazan en hann setti Íslandsmet bæði í 100 metra og 200 metra bringusundi en í 200 metra sundinu keppti hann í undanúrslitum. Þá náði hann einnig A lágmarki á Ólymíuleikana í Rio 2016.

Jóhann Gerða Gústafsdóttir keppir með systur sinni í boðsundssveit Íslands á morgun í 4x100 metra fjórsundi.

Til hamingju Ægiringar og Jacky með þennan frábæra árangur!

 
 

WorldClass