banner_2.jpg
 
Samantekt frá Akranesleikum 2013 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 09. júní 2013 14:07

Það fóru 38 hressir Ægiringar á aldrinum 7-14 ára á Akranesleikana helgina 31.5-2.6 2013.  Mörg voru að fara í fyrsta sinn á Akranesleikana og að gista alein í fyrsta sinn.  Krakkarnir stóðu sig af stakri prýði, prescription allir voru kurteisir og til fyrirmyndar í skólanum þar sem við gistum.  Veðrið setti strik í reikninginn þetta árið en það var rok og rigning nánast allan tímann þannig að þegar þau voru ekki að synda þá fengu þau að bíða inni í íþróttahúsinu.  Sólin ákvað hins vegar að heiðra okkur með nærveru sinni síðasta mótshlutann eftir hádegi á sunnudeginum og þá drifu yngri börnin sig í fjöruferð á Langasand með fararstjórum.

Einhverjir bættu við sig AMÍ lágmörkum og mörg þessi yngri syntu í fyrsta sinn margar greinar.

Ekki var veitt sérstök verðlaun í aldursflokknum 10 ára og yngri en þessir krakkar lentu í sætum.

10 ára og yngri hnátur:

Íris Edda Garðarsdóttir 1.sæti í 50 m skriðsundi, 2 sæti í 100 m fjórsundi.

10 ára og yngri hnokkar:

Ólafur Breki Guðnason.  1.sæti í 50 m skriðsundi, 1.sæti í 100 m fjórsundi

Hringur Birgir Kristinsson. 3.sæti í 50 m skriðsundi, 2.sæti í 100 m fjórsundi.

Úlfar Garpur Gunnarsson. 2 sæti í 50 m flugsundi.

Boðsund hnokka og hnáta: 

4x50 m skriðsund hnokka:

1.sæti.  Teitur Þór Ólafsson, Einar Atli Guðnason, Hringur Birgir Kristinsson, Ólafur Breki Guðnason.

3.sæti.  Mikael Trausti Viðarsson, Sveinn Elí Helgason, Úlfar Garpur Gunnarsson, Benedikt Ernir Magnússon.

4x50 m fjórsund hnokka:

2.sæti.  Teitur Þór Ólafsson, Einar Atli Guðnason, Hringur Birgir Kristinsson, Ólafur Breki Guðnason.

11-12 ára meyjur:

Erla María Theodórsdóttir.  2.sæti í 100 m bringusundi

11-12 ára sveinar:

Halldór Óskar Eiríksson.  3.sæti í 100 m flugsundi.

Halldór Björn Kristinsson, 3.sæti 100 m baksund.

13-14 ára:

Hafsteinn Ari Ágústsson.  3.sæti í 100 m baksundi, 3.sæti í 200 m skriðsundi, 3.sæti í 1500 m skriðsundi.

 

Sjá hér skemmtilegar myndir frá Akranesleikum 2013

 

Takk fyrir frábæra helgi krakkar

Kv.

Sigrún, Guðni og Margrét fararstjórar.

 
 

Á döfinni:

WorldClass