banner_11.jpg
 
RIG 2013 Samantekt Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ragga   
Sunnudagur, 27. janúar 2013 21:54

Þá er Rig 2013 lokið en helgin hefur gengið mjög vel fyrir sig. Mikið af fínum sundum þó ekki hafi fallið nein Íslandsmet eða mótsmet, rx en nokkur unglingamet voru sett.

Sérstök verðlaun voru veitt fyrir 5 stigahæstu sund mótsins en þau áttu:

1. Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi sem hlaut 800 Fina stig fyrir 200m Baksund

2. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir SH sem hlaut 777 Fina stig fyrir 50m Baksund

3. Anton Sveinn Mckee Ægi sem hlaut 755 Fina stig fyrir 1500m Skriðsund

4. Ole Mortensen Havnar Færeyjum sem hlaut 733 Fina stig fyrir 1500m Skriðsund

5. Eva Marie Wilson Osterhus, Madla Noregi sem hlaut 713 Fina stig fyrir 400m Skriðsund

Óskum við þeim öllum til hamingju með frábæran árangur.

Einnig viljum við þakka öllum sem aðstoðuðu okkur við framkvæmd mótsins innilega fyrir þeirra framlag.

rig 5stigah

Á myndinni má sjá, Ola Mortensen, Anton Svein, Ingibjörgu Kristínu og Eygló Ósk, Eva Marie var því miður farin þar sem Norðmennirnir voru á hraðferð.

Kveðja Stjórnin

 
 

WorldClass