banner_10.jpg
 
Æfingar í sumar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Miðvikudagur, 27. júní 2012 15:22

Nú um mánaðamótin júní/júli fer formleg æfingadagskrá Ægis-3þrautar í sumarfrí. Remi ætlar að leika sér í Frakklandi það sem eftir lifir sumars og Jens fer í létta Kínaferð í rúmar tvær vikur.

Við ljúkum þessu æfingaári með þremur skemmtilegum æfingum: Sjósundsæfingu í Nauthólsvík á morgun fimmtudag kl.17:30. Á laugardag verður hlaupaæfing kl.9:30 frá Laugardalslaug, sales förum þaðan í Elliðaárdalinn á malarstíga. Á sunnudagsmorgun verður hjólað á Þingvelli (þ.e. fyrir þá sem ekki ætla að keppa á Snæfellsnesi eða einhvers staðar annars staðar).  Leggjum af stað frá Sprengisandi kl.9:00, generic hjólum rólega upp að Gljúfrasteini og síðan hver á sínum hraða austur á Þingvelli.  Tökum smá pásu í Þjónustumiðstöðinni og hjólum heim í 1-3 grúppum eftir hraða og fjölda.

Þó við þjálfararnir förum í sumarfrí er það engin afsökun fyrir ykkur hin J Stóra verkefnið hjá mörgum ykkar (og þar með talið mér, Jens) er hálfur Járnkarl í Hafnarfirði 22.júlí, þannig að næstu 3 vikur fara í lokaundirbúning fyrir það hjá þeim hóp. Í ágúst er síðan spennandi framboð af keppnum, bæði hlaupum, hjólreiðum og þríþraut, svo það er um að gera að nýta júlí og ágúst sem best til æfinga og keppni. Notið endilega facebook-síðuna okkar til að hópa ykkur saman ef þið fáið hugmynd að skemmtilegum æfingum, t.d. hjólaæfingum eða sjósundi.  Það er bæði skemmtilegra og árangursríkara að æfa í hóp með jafningjum.

Sundæfingar byrja síðan af krafti í september, inniæfingar á hjóli í október og e.t.v. einhverjar nýjungar. Við ætlum að halda smá uppskeruhátið/partý í september til að slútta þessu frábæra keppnissumri með glans!

Með þökk fyrir æfingaárið sem er að líða, Jens og Remi

 
 

aegir_3traut

Kt. 441207-1070

reikningsnr. 303-26-44120

 

Vetur 2012/13

 

Sundæfingar:

Innilaug Laugardal

Mánudaga: 7:00-8:00

Þriðjudaga: 6.15 - 7.30

Fimmtudaga: 20:30- 21:45

Laugardaga: 8:00-9:00 (Útilaug)

 

Hjólaæfingar:

Þriðjudaga kl. 18:00 - 20:00

Sunnudaga: 9:00- 12:00

Allar hjólaæfingar eru útiæfingar

Mæting: Laugar

 

 

Útiæfingar

Mæting: Laugar

 

 

Hlaupaæfingar:

Í samstarfið með Laugarskokk

Mánudaga: 17:30

Miðvikudaga: 17:30

Laugardaga kl. 9.00

 

Stjórn 2012

Jens Kristjánsson: formaður
jenskristjans(hjá)simnet.is

Rémi Spilliaert: Gjaldkeri
remisp50(hjá)hotmail.com

Arndís Björnsdóttir
arndisbj(hjá)hotmail.com

Gunnhildur Sveinsdóttir
dundasveins(hjá)gmail.com

Þorhallur Halldórsson
prothallus(hjá)gmail.com

Ari Eyrberg
ari(hjá)intellecta.is


 

 

WorldClass