banner_14.jpg
 
Brons og Höfrungar í æfingabúðum. Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 02. maí 2011 09:31

aefingb_brons

Síðastliðin föstudag lagði af stað stór og glæsilegur hópur úr Brons og Höfrunum, search 34 krakkar á aldrinum 8 - 13 ára, health í æfingarbúðir í Borganesi. Þjálfarar með í för voru Kristrún, doctor Arna Þórey og Jóhanna Gerða auk þess voru fimm fararstjórar: Svanhvít, Gunnar, Tóta, Lóa og Carl.

Brons hóparnir syntu 4 æfingar á meðan höfrungar syntu 3. Krakkarnir voru ekkert smá duglegir og þetta er einn stilltasti hópur sem þjálfararnir hafa farið með.

Á laugardeginum fóru allir á sýningu í Brúðuheimum sem var mjög fræðandi og skemmtilegt. Á laugardagskvöldinu var hópnum skipt í 5 minni hópa og við fórum í allskyns leiki og keppnir. Ein keppnin var að flytja Ægislag sem þau höfðu aldrei heyrt áður og önnur keppnin var spurningakeppni sem tengdist öll á einhvern hátt sundi eða ferðinni sjálfri.

Við héldum síðan upp á afmæli sundfélagsins með afmælissöngnum og borðuðum snúða. Síðan voru einnig leikir í íþróttasalnum að lokinni æfingu á sunnudeginum og síðan var haldið heim á leið.

Þökkum farastjórunum séstaklega fyrir frábær störf þau fá öll 1. einkunn, og reyndar krakkarnir og þjálfararnir líka.

 
 

Á döfinni:


WorldClass