banner_5.jpg
 
Unglingalandslið á leið til Lux Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 28. apríl 2011 13:50

Swimming LuxembourgRebekka, online Paulina og Sveinbjörn lögðu af stað í morgun með Unglingalandslið  SSÍ á Alþjóðlegt mót í Luxembourg.  Unglingalandsliðið hefur farið á þetta mót í mörg ár og margir landsliðmenn stigið sín fyrstu skref í landsliðverkefnum á þessu móti.

Alls keppa 12 keppendur frá Íslandi, enn auk þeirra þriggja keppa

Kristinn og Daníel úr Fjölni, Kolbeinn, Hrafn og Orri úr SH, Ólöf og Jóhanna frá ÍRB, Salome frá ÍA og Jón Ingi frá UMSB.  Þjálfarar með í för eru þau Mladem og Ragga Run.

Krakkarnir komu saman og tóku létta sundæfingu í gærkvöldi og lögðu svo af stað til Amsterdam í morgun, svo tekur við rútuferð til Luxembourg.  Keppni hefst svo á morgun.

Á heimasíðu mótsins má sjá keppendalista og úrslit.  Krakkarnir munu fá góða keppni enn eiga jafnframt góða möguleika á að vinna til verðlauna.  Það verður gaman að fylgjast með þessum unga og efnilega hóp.

Góða Ferð.

Heimasíðu Mótsins: http://swimming.lu/

>>> Bein Úrslit á netinu

 
 

WorldClass