banner_15.jpg
 
Stúlknamet, Fjögur Gull og tvö Brons Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 11. apríl 2011 09:02

Þá er IM-50 2011 lokið.  Síðasti hlutinn fór á þessa leið.

Paulina synti 200m flugsund á 2:30.27 og hafnaði í 4.sæti, sickness Maríanna varð sjöunda á nákvæmlega sama tíma og um morguninn 2:41.12 og Sveinbjörn fór á 2:19.93 í 6.sæti.

Eygló Ósk sigraði 100m baksund örugglega og sett nýtt stúlknamet 1:03.85 sem er rétt við Íslandsmetið og lágmark á HM.  Guðlaug Edda bætti sig síðan um morguninn fór á 1:12.50, ambulance 7.sæti.

Jakob Jóhann vann svo 200m bringusund örugglega og synti undir HM-lágmarki á tímanum 2:16.33, Ægir í 7.sæti á 2:50.36 og Íris Emma í 8.sæti á 3:01.93

Karen Sif varð þriðja í 200m skriðsund á tímanum 2:08.64, Jóhanna Gerða fjórða  2:08.67 og Rebekka sjöunda á 2:15.46.

Anton Sveinn sigraði 200m skriðsund nokkuð örugglega á 1:58.86, Birkir Snær 6.sæti á 2:03.53.

Boðsundin fóru þannig að í kvennaflokki sigraði kvennasveitin okkar á 4:29.30 sveitina skipuðu Eygló Ósk, Karen Sif, Jóhanna Gerða og Guðlaug Edda. B- sveitin hafnaði í sjöunda og hana skiðuðu Jóna Björk, Íris Emma, Paulina og Rebekka.

Í Karlaflokki sigruðu SH-inga á nýju Íslandsmeti og Ægis-sveitin var þriðja.  Sveitina skipuðu Sigurður Örn, Jakob Jóhann, Styrmir Már og Anton Sveinn.  B-sveitin hafnaði í sjötta sæti. Hana skipuðu Eiríkur Grímar, Ægir, Sveinbjörn Pálmi og Birkir Snær.


 
 

Á döfinni:


WorldClass