banner_10.jpg
 
6 Gull, 2 Silfur og 3 Brons Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 08. apríl 2011 20:57

KobbiAlls hafa Ægiringar nú unnið Sex Íslandsmeistaratittla, recipe tvö silfur og þrjú Brons á IM-50 2001.
Alls hafa þrír náð HM lágmarki.  Eygló Ósk í 200m baksundi, Jakob Jóhann í 100m bringusundi og Anton Sveinn í 800m skriðsundi enn millitími hans í 1500m er undir lágmarkinu.

Úrslita hlutinn í dag hófst á 400m fjórsundi.  Anton Sveinn McKee vann örugglega og var rétt við Íslandsmetið á tímanum 4:32.03.  Glæsilegt sund og enn og aftur rétt við Íslandsmet.  Sveinbjörn Pálmi varð svo í þriðja sæti á tímanum 4:52.20 sem er undir lágmarki í Unglinglandslið og 0.2 sek frá lágmarki á EYOF. 
Hjá konunum var Maríanna í fimmta sæti á 5:22.77, Steinunn í sjötta á 5:23,21 og Paulina í sjöunda á 5:29.51.

Karen Sif synti svo 100m skriðsund á 1:01.29 og hafnaði í 6.sæti og fór svo beint í 100m bringusund á og hafnaði þar í þriðja sæti á tímanum 1:16.13.

Jakob Jóhann Sveinsson sigraði 100m bringusund á 1:01.72 og var rétt við eigið Íslandsmet í greininni og undir HM lágmarki, lofar góðu fyrir sumarið.

Þá var komið að 200m baksundi þar sem Eygló Ósk Gústafsdóttir synti rétt við Íslandsmetið sitt sem hún setti morgun, tími 2:15,96.  Systir hennar Jóhanna Gerða varð svo önnur á 2:24.26 og Guðlaug Edda sjöunda á 2:36.86.

Í 50m flugsundi varð Styrmir Már í fimmta sæti á 27.07 eftir góða baráttu.

Þá var komið að Boðsundum þar sem Ægir sigraði tvöfalt.  Kvennasveitin (Karen Sif, Eygló, Rebekka og Jóhanna) syntu á tímanum 8:44.75 og sigruðu örugglega.  Karlasveitin (Anton, Sigurður, Birkir,Jakob) sigruðu eftir góða baráttu við SH á tímanum 8:03.73.  B-sveitirnar voru svo báðar í fjórða sæti.  kvennasveitina skipuðu (Steinunn, Maríanna, Íris og Guðlaug) og karla sveitina skipuðu (Eiríkur, Sveinbjörn, Ægir og Styrmir)

Á morgun verður svo keppt í 50 skrið, 50 bringu, 400 skrið, 50 bak, 100 flug, 200 fjór og 4x100 skrið Boðsund.

>>> Bein úrslit frá IM-50 2011

 
 

WorldClass