banner_10.jpg
 
Úrslit frá KR-móti Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 14. febrúar 2011 23:53

Fínn árangur náðist hjá Gull-móti KR um helgina. kr

Sérstaklega er gaman að sjá hvað yngri krakkarnir okkar stóðu sig vel.  Systkynin Brynjólfur Óli og Ragnheiður settu bæði mótsmet og fengu Bangsa í verðlaun.  Brynjólfur setti mótsmet í 12 ára og yngri sem verður að teljast frammúrskarandi árangur þar sem hann verður 10 ára á þessu ári.  Steinunn og Rebekka voru einnig voru tíðir gestir á verðlaunapalli hjá Meyjum og Steinunn í 3ja sæti í stigakeppni Meyja.  Patrikk og Hilmir komust á verðlaunapall í 10 ára og yngri.

Þess má geta að flest allir í 12 ára og yngri eru að synda á sínu fyrsta móti í 50m laug

Telpurnar okkar voru einnig að standa sig vel Rebekka var stighæsta Telpan eftir e-h rugling við talningu stiga og setti mótsmet í 800m skriðsundi. Drengirnir okkar nældu sér í nokkur verðlaun og eru á réttri leið.   Birkir Snær var stigahæstur í Pilta flokki e-h rugling í stigaútreikningum og Eygló í Stúlknaflokki auk þess að setja mótsmet.   

Stóru krakkarnir okkar eru þung eftir erfiðar æfingar enn stóðu sig vel miðað við það.  Anton Sveinn og Karen Sif sönnaðu það að skriðsundmenn geta líka synt bringusund.   Bringusund-kóngurinn eru á góðu róli og dvelur nú við æfingar með Norska landsliðinu.

Þetta lofar góðu fyrir AMÍ....Haldið áfram á þessari braut  Smile

>>> Úrslit Gull-hópur

>>> Úrslit Silfur-hópur

>>> Úrslit Brons-hópur

>>> Úrslit Höfrunga-hópur

 
 

Á döfinni:

WorldClass