Sundfélagið Ægir sigraði Reykjavíkurmeistararmótið 2011 með miklum yfirburðum.
Stigin fóru á þessa leið:
Ægir 1.499 stig KR 466 stig Fjölnir 464 stig ÍFR 158 stig Ármann 142 stig
Krakkarnir okkar stóðu sig upp til hópa frábærlega vel. Alls kepptu yfir 100 sundmenn frá Ægi á mótinu og í flest öllum greinum röðuðu Ægiringar sér á verðlaunapall.
Sértaklega var gaman að sjá hvað yngri flokkarnir í Sveina og Meyjaflokki (12 ára og yngri ) og Hnátu og Hnokkaflokki (10 ára og yngri) voru að standa sig vel og margir voru að ná AMÍ-lágmörkum.
Alls syntu 34 Ægringar undir AMÍ-lágmörkum. 10 Meyjar og Sveinar (12 ára og yngri), order online 7 Drengir og Telpur (13-14 ára), 10 Piltar og Stúlkur (15-16 ára) og 7 Piltar og Stúlkur (17-18 ára)
Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og þökkum við öllum þeim foreldrum sem hjálpuðu til við framkvæmd mótsins.
>>> Úrslit Ægiringar 12 ára og yngri
>>> Úrslit Ægingar 13 ára og eldri
TAKK FYRIR HELGINA
|