banner_3.jpg
 
Ný stjórn kosin á Aðalfundi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 07. maí 2016 08:07

Ný stjórn var kosin á Aðalfundi Sundfélagsins Ægis sem haldinn var þann 26. apríl síðastliðinn. Nýr formaður stjórnar er Lilja Ósk Björnsdóttir. Þá koma Pála Þórisdóttir og Ólafur Ólafsson ný inn í stjórn en þau Ásgeir Ásgeirsson og Júlía Þorvaldsdóttir sitja áfram. Stjórnin skipti með sér verkum á fyrsta fundi sem hér segir: Júlía Þorvaldsdóttir var kosin varaformaður, prescription Pála Þórisdóttir gjaldkeri og Ásgeir Ásgeirsson ritari. Þau Lilja og Ásgeir taka sæti í Sundráði Reykjavíkur.

Fráfarandi stjórn er þakkað gott starf í þágu félagsins en þau Gunnar Valur Sveinsson, Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, Þórunn Margrét Gunnarsdóttir, Bjarni Jakob Gíslason, Magnus Nilsen og Högni Ómarsson gengu úr stjórn. Sérstaklega er þakkað fyrir framlag fráfarandi formanns Gunnars Vals Sveinssonar en hann sat samfleytt í 11 ár í stjórn félagsins. Þá er Þórunni Kristínu Guðmundsdóttur einnig þakkað fyrir hennar framlag en hún hefur starfað í og með stjórn og fyrir félagið um árabil. 

Þá voru samþykktar breytingar á lögum þar sem stjórnarmönnum fækkar nú úr 9 í 5 að formanni meðtöldum.

 
 

WorldClass